
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Leikskólakennarar/starfsfólk
Heiðarsel er fjögurra deilda og hefur starfað samkvæmt viðmiðum Heilsustefnunnar frá 2004 þar sem markmiðin eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi, stærðfræði og tónlist. Einkunnarorð skólans eru hreyfing, næring, listsköpun og leikur.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Um 100% starf er að ræða og er vinnutíminn 8:15 – 16:15 Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
- Taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Samskiptahæfni og áhugi á að vinna í hóp
- Reynsla af störfum með börnum
- Ábyrgð og stundvísi
- Íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð skilyrði
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published22. August 2025
Application deadline4. September 2025
Language skills

Required
Location
Heiðarbraut 27, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
ProactivePositivityAmbitionConscientiousIndependencePlanningPunctualFlexibilityCare (children/elderly/disabled)
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Frístundarleiðbeinandi í Nesskóla
Fjarðabyggð

Laus staða kennara í Urðarhóli
Urðarhóll

Deildarstjóri í Grænatún
Grænatún

Aðstoðarleikskólastjóri í leikskólann Álfatún
Álfatún

Við leitum að dásamlegum kennara og/eða leiðbeinanda
Regnboginn

Leikskólinn Ásar - starfsfólk óskast
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Deildarstjóri
Leikskólinn Furuskógur

Sérkennsla - Stuðningur
Leikskólinn Furuskógur

Leikskólakennari óskast
Framtíðarfólk ehf.

Aðstoðarleikskólastjóri - Holt
Leikskólinn Holt

Laus hlutastaða við leikskólann Skýjaborg
Leikskólinn Skýjaborg

Leikskólastjóri - Leikskólinn Aðalþing
Aðalþing leikskóli