
Hjallastefnan leikskólar ehf.
Hjallastefnan ehf er framsækið menntafyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta. Skólar Hjallastefnunnar starfa ákaflega sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Leikskólinn Ásar - starfsfólk óskast
Hjallastefnu leikskólinn Ásar, Bergási 1, 210 Garðabær, auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður fyrir komandi skólaár
- Leikskólakennari
- Leikskólaleiðbeinandi
Um er að ræða framtíðarstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta og ríkur orðaforði áskilin
- Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun æskileg
- Reynsla af vinnu með börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Vinnustytting Hjallastefnunnar - 45 mínútur á dag
Advertisement published22. August 2025
Application deadline30. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bergás 1, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PositivityTeacherIndependence
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með uppeldismenntun
Fellaskóli

Frístundarleiðbeinandi í Nesskóla
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi með umsjón
Hitt húsið

Stuðningsfulltrúi Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Lindaskóli óskar eftir kennara til að kenna íslensku sem annað tungumál (ÍSAT)
Lindaskóli

Laus staða kennara í Urðarhóli
Urðarhóll

Stuðningsfulltrúi - Háteigsskóli 75%
Reykjavíkurborg: skóla- og frístundasvið

Leikskólinn Áshamar: Hlutastarf, kjörið með námi!
Framtíðarfólk ehf.

Deildarstjóri í Grænatún
Grænatún

Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Leikskólakennarar/starfsfólk
Reykjanesbær

Aðstoðarleikskólastjóri í leikskólann Álfatún
Álfatún

Þroskaþjálfa vantar í Salaskóla
Salaskóli