Grænatún
Grænatún
Grænatún

Deildarstjóri í Grænatún

Leikskólinn Grænatún óskar eftir að ráða deildarstjóra

Leikskólinn Grænatún er 3 deilda leikskóli á yndislegum stað við Fossvogsdalinn. Í leikskólanum eru 63 börn á aldrinum 1 – 6 ára.
Einkunnarorð Grænatúns eru leikur og gleði.
Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.

Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur nýlega samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilbiku, milli jóla og nýars og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)

Starfshlutfall er 100% og ráðningartími er frá 1. september 2025 eða eftir samkomulagi.

Heimasíðan okkar er http://graenatun.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfið felur í sér deildarstjórn.
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í og stýrir faglegu starfi deildarinnar.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
  • Góðir samskiptahæfileikar.
  • Áhugasamur einstaklingur.
  • Stundvísi og áreiðanleiki.
  • Gott vald á íslensku.
Advertisement published19. August 2025
Application deadline1. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Grænatún 3, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Punctual
Professions
Job Tags