Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Frístundarleiðbeinandi í Nesskóla

Ert þú dugmikill einstaklingur sem hefur áhuga á að starfa með börnum? Vilt þú taka þátt í að móta starf Vinasels frístundaheimilis Nesskóla á nýjum stað? Þá erum við að leita að þér! Starfið er tímabundið með möguleika á framlengingu. Vinnutími 13:00-16:30 alla virka daga.

Fjarðabyggð er öflugt, fjölkjarna sveitarfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Í hverjum kjarna Fjarðabyggðar er starfandi grunnskóli sem starfar náið með leik- og tónlistarskóla. Í Neskaupstað starfa leik-, grunn- og tónlistarskóli undir sama þaki og frístund er í Matthíasarborg, sér álma í leikskólanum Eyrarvellir. Hvert skólastig hefur eigin stjórnanda. Í Nesskóla eru tæplega 200 nemendur í 1.-10. bekk og í frístund geta verið nemendur úr 1.- 4. bekk. Nokkuð er af lausu húsnæði í sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Námslegur stuðningur við nemendur á yngsta stigi með áherslu á íslensku, stærðfræði og raungreinar.
  • Tekur þátt í frístundarþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við umsjónarmann Vinasels og foreldra.
  • Hefur hagsmuni nemenda að leiðarljósi, sýnir hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Starfsmaður Vinasels starfar í samvinnu við umsjónarmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu er skilyrði
  • Faglegur styrkleiki í íslensku, stærðfræði og tungumálum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
Advertisement published22. August 2025
Application deadline5. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags