

Sérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með uppeldismenntun
Í skemmtilegan og fjölbreyttan starfsmannahóp vantar okkur sérkennara, þroskaþjálfa eða starfsmann til uppeldismenntun til að vinna í námsveri á eldra stigi. Starfshlutfall er 50-100% eftir samkomulagi.
Í Fellaskóla er fjölbreyttur og hæfileikaríkur nemendahópur. Flestir nemendanna tala fleiri en eitt tungumál og tengjast fjölmörgum löndum og menningarsvæðum. Með nemendum starfar öflugur hópur starfsfólks. Skólastarfið einkennist af jákvæðum skólabrag, samvinnu kennara sem miðar að því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, styrkja samskipti innan nemendahópsins og skapa metnaðarfullt námsumhverfi án aðgreiningar þar sem nemendur geta látið drauma sína rætast.
Námsver Fellaskóla styður við nemendur í sérþarfir þannig að þeir geti fengið nám við hæfi. Markmiðið er að þeir geti tekið sem allra mestan þátt í kennslustundum með samnemendum sínum.
Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur með einhverfu.
Starfsmaður starfar náið með kennurum og öðrum starfsmönnum á eldra stigi. Næsti yfirmaður er aðstoðarskólastjóri.
Fellaskóli er skóli án aðgreiningar og meginstefnan er að sérkennsla og ÍSAT kennsla fari fram í bekk. Mikil áhersla er á læsi í yngstu árgöngunum og við vinnum náið með leikskólum hverfisins til að efla málþroska nemenda. Í Fellaskóla starfar talmeinafræðingur. Við vinnum að því að þróa kennsluhætti og leggjum áherslu á að bæta kennslu og árangur nemenda í læsi.
Fellaskóli er símalaus skóli, sem þýðir að nemendur nota ekki síma á skólatíma. Öllum nemendum á eldra stigi býðst að hafa tölvu til umræða.
Við bjóðum upp á skemmtilegt starfsumhverfi, flottan starfsmannahóp og rík tækifæri til að þróast í starfi. Við leitum að áhugasömum (sér) kennurum eða aðila með fjölbreytta menntun og bakgrunn.
- Annast kennslu og þjálfun nemenda á eldra stigi í samstarfi við teymi kennara.
- Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.
- Stuðla að farsæld nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Taka þátt í teymisstarfi með nemendum og foreldrum.
- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Áhugi á að starfa með börnum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Faglegur metnaður.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Reynsla af teymisvinnu er kostur.
- Mjög góð íslenskukunnátta.












