
Aðstoðarleikskólastjóri - Holt
Leikskólinn Holt auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í fullt starf. Leikskólakennaramenntun, góð íslensku kunnátta og reynsla af stjórnun er nauðsynleg.
Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni og lipurð í samskiptum, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi og vera tilbúin að leiða faglega forystu.
Holt er sex deilda leikskóli, staðsettur í tveimur húsum (Stóra-Holt og Litla-Holt) í Völvufelli 7-9 í Breiðholti. Í starfinu er lögð áhersla á málörvun og fjölmenningu. Við erum samstarfsaðilar í verkefninu „Markviss málörvun í Fellahverfi" með leikskólanum Ösp og Fellaskóla. Þar er áherslan á málörvun barna og fræðsla fyrir starfsfólk og foreldra. Skólarnir í hverfinu eru í miklu samstarfi um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. Einnig erum við að vinna með tannvernd, að efla félagsfærni barna og Vináttuverkefnið um Blæ bangsa.
Vera faglegur leiðtogi, stuðningur og leiðsögn við deildarstjóra og aðra starfsmenn leikskólans.
Vinna ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun auk skipulagningar kennslu- og uppeldisstarfsins
Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra ásamt leikskólastjóra
Sinna öðrum þeim verkefnum sem leikskólastjóri felur honum
- Leyfisbréf kennslu á leikskólastigi
- Reynsla af stjórnun æskileg
- Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða
- Lipurð og hæfni í samskiptum
- Reynsla af starfi í leikskólum nauðsynleg
- Góð tölvukunnátta æskileg
- Krafa er um íslenskukunnáttu á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Stjórnendur í leikskólum borgarinnar eru hluti af fjölmennu teymi fagfólks og öflugu lærdómssamfélagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- 36 stunda vinnuvika
- Sund- og menningarkort
- Heilsustyrkur
- Samgömgustyrkur












