Akureyri
Akureyri
Akureyri

Háskólamenntaður starfsmaður í skóla – og skammtímaþjónustu Þórunnarstræti 99 Akureyri

Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða starfsmann með háskólamenntun sem nýtist í starfi (BA, BS, B.Ed.) í þjónustu við fötluð börn í skóla- og skammtímaþjónustuna Brekkukot við Þórunnarstræti 99.

Um er að ræða 80% - 100% stöðu sem er ótímabundin, unnið er í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leitað er að sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi. Starfið krefst lipurðar í mannlegum samskiptum, frumkvæðis og skipulagðra og sjálfstæðra vinnubragða.

Velferðarsvið Akureyrarbæjar vinnur eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn (gentle teaching) og valdeflingu. Starfsfólk þarf að tileinka sér þessa hugmyndafræði og vinna eftir henni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita gestum skóla- og skammtímaþjónustu einstaklingsbundinn, félagslegan stuðning og aðstoð við athafnir daglegs lífs
  • Að veita faglega ráðgjöf og stuðning við börn og starfsfólk
  • Þátttaka í faglegri uppbyggingu og skipulagningu á einstaklingsmiðaðri þjónustu í samstarfi við forstöðumann og aðra fagaðila
  • Samskipti við ýmsa þjónustuaðila og aðstandendur
  • Þátttaka í gerð þjónustuáætlana og dagsskipulags
  • Að vinna náið með forstöðumanni, deildarstjóra og öðrum fagaðilum og vera leiðbeinandi við starfsfólk um fagleg vinnubrögð á starfsvettvangi
  • Þátttaka í mótun starfseminnar
  • Tryggja mönnun vaktar skv. fyrirliggjandi þörfum
  • Þátttaka í öllum almennum heimilisstörfum
  • Að taka þátt í sí- og endurmenntun
  • Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin af yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafist er háskólamenntunar (BA, BS, B.Ed.) sem nýtist í starfi
  • Gott vald á mannlegum samskiptum og áhugi á að starfa með fólki
  • Reynsla af starfi við persónulega aðstoð og starfi með börnum er kostur og þarf að koma fram í umsókn
  • Æskilegt að viðkomandi hafi unnið með fötluðu fólki og sýnt lipurð og þekkingu í fyrri störfum
  • Reynsla af teymisvinnu er kostur
  • Sveigjanleiki, samviskusemi og jákvætt viðhorf til fólks og vinnu sinnar
  • Sjálfstæði í störfum og frumkvæði
  • Hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja
  • Gott líkamlegt og andlegt atgervi
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Bílpróf
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu
Advertisement published11. December 2025
Application deadline1. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Þórunnarstræti 99, 600 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags