
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Starfsfólk í einstaklingsstuðning
- Hefur þú áhuga á því að vinna með fólki ?
- Hefur þú áhuga á því að auka lífsgæði einstaklinga ?
Við leitum að starfsfólki til að veita einstaklingum á öllum aldri stuðning til þess að njóta tómstunda og afþreyingar. Þau eru líka að leita að þér ?
Unnið er í tímavinna, c.a. 8-15 tíma á mánuði, og vinnutími er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi og/eða annarri vinnu.
Endilega kynntu þér málið – þetta gæti verið eitthvað fyrir þig !
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðlar að lífsgæðum einstaklings með einstaklingsmiðari nálgun til dægrastyttingar.
- Að styðja notendur í að öðlast sjálfstæði í félagslegum aðstæðum, t.d. með þátttöku í menningarviðburðum.
- Að hjálpa notendum að bæta lífsgæði sín með þátttöku í tómstundum sem stuðla að aukinni félagslegri virkni.
- Að skapa upplifanir sem styrkja persónulegan þroska.
- Að hvetja notendur til að stíga út fyrir þægindarammann og uppgötva nýja styrkleika.
- Að efla félagsfærni og sjálfsmynd með fjölbreyttum viðfangsefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi með fólki er kostur.
- Bílpróf er kostur.
- Vandvirkni, samviskusemi, þagmælska og trúnaður í samskiptum við notendur og aðra er tengjast starfinu.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Samskiptafærni og vveigjanleiki vegna mismunandi þarfa þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
- Jákvætt viðhorf til fólks með fötlun og réttinda þeirra.
- Virðing fyrir þeim einstaklingi sem veita þarf stuðning, sérkennum hans, réttindum og skoðunum.
- Áhugi á og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
- Aðeins einstaklingar sem eru 18 ára og eldri koma til greina.
- Hreint sakavottorð skv. lögum um þjónustu við börn og fatlað fólk er skilyrði.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: [email protected]
Nánari upplýsingar um starfið veita verkefnastjórar einstaklingsstuðnings Anna Lilja Hauksdóttir og Salka Sigurðardóttir, netfang [email protected]. Einnig er hægt að hafa samband í síma 460 1075 og 460 1232.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á www.akureyri.is
Advertisement published9. December 2025
Application deadline23. December 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (5)

Leikskólinn Hagasteinn: Skólastjóri - nýr skóli
Akureyri

Háskólamenntaður starfsmaður í skóla – og skammtímaþjónustu Þórunnarstræti 99 Akureyri
Akureyri

Skipulagssvið Akureyrarbæjar: Verkefnastjóri byggingarmála
Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið: Verkefnastjóri nýframkvæmda fasteigna og mannvirkja
Akureyri

Leikskólinn Naustatjörn: Starfsfólk í leikskóla
Akureyri
Similar jobs (1)
