Akureyri
Akureyri
Akureyri

Starfsfólk í einstaklingsstuðning

  • Hefur þú áhuga á því að vinna með fólki ?
  • Hefur þú áhuga á því að auka lífsgæði einstaklinga ?

Við leitum að starfsfólki til að veita einstaklingum á öllum aldri stuðning til þess að njóta tómstunda og afþreyingar. Þau eru líka að leita að þér ?

Unnið er í tímavinna, c.a. 8-15 tíma á mánuði, og vinnutími er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi og/eða annarri vinnu.

Endilega kynntu þér málið – þetta gæti verið eitthvað fyrir þig !

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðlar að lífsgæðum einstaklings með einstaklingsmiðari nálgun til dægrastyttingar.
  • Að styðja notendur í að öðlast sjálfstæði í félagslegum aðstæðum, t.d. með þátttöku í menningarviðburðum.
  • Að hjálpa notendum að bæta lífsgæði sín með þátttöku í tómstundum sem stuðla að aukinni félagslegri virkni.
  • Að skapa upplifanir sem styrkja persónulegan þroska.
  • Að hvetja notendur til að stíga út fyrir þægindarammann og uppgötva nýja styrkleika.
  • Að efla félagsfærni og sjálfsmynd með fjölbreyttum viðfangsefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með fólki er kostur.
  • Bílpróf er kostur.
  • Vandvirkni, samviskusemi, þagmælska og trúnaður í samskiptum við notendur og aðra er tengjast starfinu.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Samskiptafærni og vveigjanleiki vegna mismunandi þarfa þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
  • Jákvætt viðhorf til fólks með fötlun og réttinda þeirra.
  • Virðing fyrir þeim einstaklingi sem veita þarf stuðning, sérkennum hans, réttindum og skoðunum.
  • Áhugi á og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
  • Aðeins einstaklingar sem eru 18 ára og eldri koma til greina.
  • Hreint sakavottorð skv. lögum um þjónustu við börn og fatlað fólk er skilyrði.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: [email protected]

Nánari upplýsingar um starfið veita verkefnastjórar einstaklingsstuðnings Anna Lilja Hauksdóttir og Salka Sigurðardóttir, netfang [email protected]. Einnig er hægt að hafa samband í síma 460 1075 og 460 1232.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á www.akureyri.is

Advertisement published9. December 2025
Application deadline23. December 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags