

Skemmtilegt starf í Keflavík!
IMPORTANT NOTICE: ICELANDIC SPEAKING APPLICANTS ONLY
Rúmlega þrítugur karlmaður í Reykjanesbæ óskar eftir jákvæðu, áreiðanlegu og drífandi aðstoðarfólki á aldrinum 25 - 45 ára. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi náð 25 ára aldri og hafi gott vald á íslensku.
- Um er að ræða afleysingar starf þar sem viðkomandi þarf að geta hoppað inn á vaktir með stuttum fyrirvara.
- Unnið er á dag-, kvöld,- og næturvöktum.
- Almenn lengd vakta eru 8 tímar en unnið er á 12 tíma vöktum um helgar.
Óskandi ef að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til 31. desember.
Einstaklingurinn er eingöngu líkamlega fatlaður og er fær um margt sjálfur. Hann getur staðið uppréttur og gengið með grind á milli staða en þarf alltaf að vera með aðstoðarmann sér við hlið. Hann fer í ræktina og sjúkraþjálfun dags daglega og heldur uppi skemmtilegum samræðum. Hann talar við mann en flest lengri samtöl fara fram á stafaspjaldi.
Hann á 2 börn og hund sem lita lífið alla daga.
- Líkamlega hraust(ur)
- Bílpróf, almenn ökuréttindi
- Stundvísi
- Frumkvæði
- Sjálfstæð vinnubrögð
Icelandic



















