Frístundaleiðbeinandi óskast við Félagsmiðstöðina Urra
Félagsmiðstöðin Urri óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda til starfa. Hlutverk frístundaleiðbeinenda er að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Félagsmiðstöðin er staðsett í Urriðaholtsskóla, þar sem unglingar og ungmenni á aldrinum 10 - 16 ára geta varið frítíma sínum í öruggu umhverfi. Unnið er útfrá jafnréttishugsjónum og stuðla að tilfinninga- og félagsþroska ungmenna í gegnum tómstundir. Í uppbyggingu er sértækt hópastarf og fjölbreytt klúbbastarf. Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frístundastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Um er að ræða 40% starf á dag- og kvöldvöktum með möguleika á aukavöktum.
- Sinnir vöktum í félagsmiðstöðinni Urra
- Sértækt hópastarf, námskeið, fræðsla, samvinna við grunnskóla o.fl.
- Skipuleggur og mótar frístundarstarf fyrir börn og unglinga þar sem höfð eru að leiðarljósi uppeldis- og forvarnamarkmið
- Sækir fræðslu í samráði við annað starfsfólk sviðsins
- Sækir viðburði með börnum og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar
- Hefur aðkomu að samfélagsmiðlum Urra
- Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun á sviði uppeldis-, tómstunda- og/eða félagsmálafræði eða sambærileg uppeldismenntun kostur
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á umhverfi samfélagsmiðla og helstu forrita til efnissköpunar
- Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Heiðarleiki, stundvísi og umburðarlyndi
- Samráð og samvinna við börn, unglinga, forráðafólk og samstarfsfólk
- Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára gamall