Garðabær
Garðabær
Garðabær

Leiðtogi í líflegri íþróttamiðstöð

Garðabær auglýsir starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs. Í Ásgarði er líflegt íþróttasamfélag sem er mikið sótt af íbúum Garðabæjar. Þar eru sundlaug og íþróttasalir sem þjóna skólakennslu, æfinga- og keppnishópum í körfubolta, fimleikum, karate og dansi, auk almennings sem stundar sundlaugina og hópatíma í heilsurækt. Fjölmargir kappleikir og fjölliðamót auk fimleikamóta á hæsta getustigi fara fram í Ásgarði.

Fjöldi starfsmanna í Ásgarði er rúmlega 20 talsins.

Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem hefur framúrskarandi þjónustulund, metnað fyrir því að skapa frábæra upplifun fyrir gesti og halda vel utan um íþróttamiðstöðina og fjölbreyttan hóp starfsfólks.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með fjármálum, mannauðsmálum og tryggja að starfsemin standist kröfur samkvæmt lögum og reglugerðum
  • Tryggir móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna
  • Samskipti við skóla, íþróttafélög og leigutaka, bókanir á útleigutímum mannvirkisins
  • Mótun umgengni og eftirlit með iðkendum og gestum mannvirkisins
  • Eftirlit með búnaði og hússtjórnarkerfum
  • Þátttaka í stjórnunarteymi íþróttamannvirkja Garðabæjar
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta
  • Þekking á þörfum íþróttagreina varðandi æfinga- og keppnisaðstöðu
  • Reynsla af stjórnun
  • Samskiptahæfni við börn og fullorðna
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og rekstri stofnana er æskileg
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
Advertisement published20. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Ásgarði
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Personnel administrationPathCreated with Sketch.Employee scheduling
Work environment
Professions
Job Tags