Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.
Leiðtogi í líflegri íþróttamiðstöð
Garðabær auglýsir starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs. Í Ásgarði er líflegt íþróttasamfélag sem er mikið sótt af íbúum Garðabæjar. Þar eru sundlaug og íþróttasalir sem þjóna skólakennslu, æfinga- og keppnishópum í körfubolta, fimleikum, karate og dansi, auk almennings sem stundar sundlaugina og hópatíma í heilsurækt. Fjölmargir kappleikir og fjölliðamót auk fimleikamóta á hæsta getustigi fara fram í Ásgarði.
Fjöldi starfsmanna í Ásgarði er rúmlega 20 talsins.
Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem hefur framúrskarandi þjónustulund, metnað fyrir því að skapa frábæra upplifun fyrir gesti og halda vel utan um íþróttamiðstöðina og fjölbreyttan hóp starfsfólks.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með fjármálum, mannauðsmálum og tryggja að starfsemin standist kröfur samkvæmt lögum og reglugerðum
- Tryggir móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna
- Samskipti við skóla, íþróttafélög og leigutaka, bókanir á útleigutímum mannvirkisins
- Mótun umgengni og eftirlit með iðkendum og gestum mannvirkisins
- Eftirlit með búnaði og hússtjórnarkerfum
- Þátttaka í stjórnunarteymi íþróttamannvirkja Garðabæjar
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi þjónustulund
- Góð tölvukunnátta
- Þekking á þörfum íþróttagreina varðandi æfinga- og keppnisaðstöðu
- Reynsla af stjórnun
- Samskiptahæfni við börn og fullorðna
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og rekstri stofnana er æskileg
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
Advertisement published20. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Ásgarði
Type of work
Skills
ProactivePublic administrationPersonnel administrationEmployee scheduling
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (9)
Ert þú framtíðar forstöðumaður?
Garðabær
Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra smíðaverkefna
Garðabær
Frístundaleiðbeinandi óskast við Félagsmiðstöðina Urra
Garðabær
Starfsmaður óskast á skammtímadvölina Móaflöt í Garðabæ
Garðabær
Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Garðabær
Leikskólinn Hæðarból leitar að leikskólakennara í sérkennslu
Garðabær
Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær
Krakkakot óskar eftir einstaklingi í stuðning
Garðabær
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær