Skaftárhreppur
Skaftárhreppur

Íþróttakennari

Íþróttakennari óskast í Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri.

Nýlega voru skólastofnanirnar Kirkjubæjarskóli á Síðu og Heilsuleikskólinn Kæribær sameinaðar í einn samrekinn skóla. Gildi Skaftárhrepps er virðing, samstaða, jákvæðni og sjálfbærni og eru þau leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Íþróttamiðstöðin Kirkjubæjarklaustri er við grunnskólann. Í íþróttamiðstöðinni er íþróttasalur og líkamsrækt. Þar er líka sundlaug, með tveimur heitum pottum. Innangengt er úr skólanum í íþróttamiðstöðina og eru þar íþrótta- og sundtímar.

Margar náttúruperlur Íslands eru stutt frá Klaustri, s.s. Fjaðarárgljúfur, Fagrifoss, Langisjór, Eldgjá, Lakagígar og Skaftáreldahraunið. Góðar dagsferðir eru í Skaftafell eða Jökulsárlón. Á Klaustri er Ástarbrautin, mjög falleg 5 km gönguleið sem byrjar við Systrafoss.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af íþróttakennslu æskileg
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Metnaður til skólaþróunar
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð
Advertisement published13. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Klausturvegur 4, 880 Kirkjubæjarklaustur
Type of work
Professions
Job Tags