Forfallakennari óskast í Snælandsskóla
Snælandsskóli er heildstæður um 450 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum í gegnum tíðina. Skólinn er Grænfána skóli í samvinnu við Landvernd, skólinn styðst við Olweusaráætlunina gegn einelti og þá er skólinn líka Réttindaskóli Unicef.
Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.
Starfssvið og helstu verkefni
Snælandsskóli óskar eftir að ráða kennara í tilfallandi forföll út skólaárið.
Menntunar- og hæfniskröfur
Grunnskólakennari.
Kennslureynsla og/eða reynsla af starfi með börnum og unglingum er æskileg.
Þolinmæði og framúrskarandi hæfni í samskiptum.
Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.
Áhugi á að vinna með fjölbreytta nemendahópa.
Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans.
Góð færni í íslensku er nauðsynleg.
Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða tilfallandi forföll og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega.
Aðrar upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila inn sakavottorði.
Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningu í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynjar M. Ólafsson skólastjóri í síma 860-3526 eða netfangið brynjarm@kopavogur.is.
Eingöngu er tekið á móti starfsumsóknum í gegnum alfred.is.
Starfsfólk hjá Kópavpgsbæ fær frítt í sundlaugar Kópavogs.