Leikskólinn Heiðarborg
Leikskólinn Heiðarborg er fjögurra deilda leikskóli í Seláshverfi, útjaðri Reykjavíkur og í honum dvelja 69 börn á aldrinum 1 - 6 ára. Leikskólinn er opinn virka daga kl. 7:30 - 17:00. Í leikskólastarfinu eru lagðar til grundvallar kenningar Howards Gardners um fjölgreindir ásamt kenningum John Deweys. Leikskólinn er skóli á grænni grein og mikil áhersla lögð á umhverfismennt. Mikið tónlistarlíf er í leikskólanum og hreyfingu er gert hátt undir höfði. Einnig er lögð áhersla á að skapa börnunum öruggt umhverfi, efla þroska þeirra, rækta tjáningar- og sköpunarmátt og styrkja sjálfsmynd þeirra svo þau öðlist öryggi og getu til að leysa málin á friðsamlegan hátt.
Leikskólinn var opnaður sem þriggja deilda leikskóli 1990 en stækkaður í fjórar deildir 1996. Á deildunum Bala og Laut eru 3 - 6 ára börn, á Lundi eru þau 2 - 3 ára en yngstu börnin eru á Brekku og geta byrjað þar eins árs. Leikskólinn er staðsettur nálægt Rauðavatni, Elliðaárdalnum og hesthúsunum í Víðidal og njótum við samvista við þessar náttúruperlur í gönguferðum og útinámi.
Leikskólastjóri er Jóhanna Benný Hannesdóttir og aðstoðarleikskólastjóri Elísabet Ragnarsdóttir.
Deildarstjóri
Heiðarborg er fjögurra deilda en þar dvelja 69 börn samtímis við leik og störf. Einkunnarorð skólans er vinátta, gleði, virðing, sem er rauður þráður í leikskólastarfinu. Meðal annars er unnið út frá hugmyndafræði Howard Gardners um fjölgreindakenninguna. Einnig er lögð áhersla á umhverfismennt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
- Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
- Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
- Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
- Sér um og ber ábyrgð á foreldrasamstarfi deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Góð samskiptahæfni
- Góð tölvukunnátta
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta B2 skv. samevrópskum tungumálaramma
Fríðindi í starfi
- Forgangur barna í leikskóla og afsláttur af dvalargjaldi
- Fríar máltíðir á vinnutíma
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur
Advertisement published23. January 2025
Application deadline31. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Selásbraut 56, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Skaftárhreppur
Íþróttakennari
Skaftárhreppur
Forfallakennari óskast í Snælandsskóla
Snælandsskóli
Deildarstjóri í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli
Auglýst er tímabundin 100% staða sérkennara
Sunnulækjarskóli, Selfossi
Auglýst er tímabundin 100% staða grunnskólakennara
Sunnulækjarskóli, Selfossi
Leikur og málörvun - HOLT
Leikskólinn Holt
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Frístundaleiðbeinandi óskast við Félagsmiðstöðina Urra
Garðabær
Deildarstjóri í Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði
Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland
Laus staða í Marbakka
Marbakki