Skrifstofa Alþingis
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið og þingmenn geti sinnt hlutverkum sínum samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Meginverkefni skrifstofunnar eru að vera forseta til aðstoðar, framfylgja ákvörðunum hans og forsætisnefndar auk ákvarðana á fundi forseta með þingflokksformönnum. Enn fremur að veita alþingismönnum, nefndum og þingflokkum faglega aðstoð og þjónustu, að hafa á hendi almennan rekstur þingsins og stjórnsýslu og að varðveita og miðla upplýsingum um hlutverk og starfsemi Alþingis.
Brennur þú fyrir viðhaldi og rekstri húsnæðis og eigna?
Skrifstofa Alþingis leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf deildarstjóra fasteignaumsjónar á fjármála- og rekstrarsviði. Í starfinu felst umsjón og eftirlit með rekstri og viðhaldi á húseignum og ýmsum búnaði Alþingis ásamt samskiptum við hagaðila. Verkefnin eru stór og smá, fjölbreytt og krefjandi og mikil samskipti og samvinna með öðru starfsfólki skrifstofunnar og utanaðkomandi aðilum. Einn starfsmaður er á deildinni auk deildarstjóra. Við leitum að einstaklingi sem vandar til verka og er lipur í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirlit með rekstri og viðhald á fasteignum, húsbúnaði og lóð Alþingis
- Áætlana- og samningagerð vegna viðhalds og reksturs eigna
- Kostnaðargreining framkvæmda á vegum þingsins
- Öflun tilboða ásamt samskiptum við verktaka og aðra hagsmunaaðila
- Skipulag daglegra verkefna deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í byggingafræði eða sambærileg tæknimenntun á háskólastigi
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla á framkvæmdum og viðhaldi fasteigna og helstu kerfum þeirra
- Reynsla af kostnaðarútreikningum, áætlunar- og samningagerð
- Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Mikil færni í mannlegum samskiptum, samstarfi og teymisvinnu
- Góð tölvu- og tæknikunnátta, þekking og reynsla á Revit og/eða AutoCAD kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Reynsla og þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
Advertisement published14. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Kirkjustræti 10, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
AutocadFinancial planningPositivityHuman relationsPublic administrationContractsIndependenceProject management
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Lagna- og loftræsihönnuður
Pascal ehf.
Upplýsingatæknistjóri
Míla hf
Ráðgjöf- og sala stafrænna verkfæra
Ajour Island ehf.
Teymisstjóri
Vörður tryggingar
Sérfræðingur á skrifstofu byggingarfulltrúa
Umhverfis- og skipulagssvið
Verkefnastjóri
Axis
Þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Náttúruverndarstofnun
Deildarstjóri Viðskiptastýringar Símans
Síminn
Vöruhússtjóri - Ásbrú Reykjanesbæ
Penninn
Rekstrarstjóri – Nettó
Nettó
Deildarstjóri Business Central þróun
Advania
Forstöðumaður verkefna-, gæða- og þjónustustjórnunar
Seðlabanki Íslands