Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur á skrifstofu byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir sérfræðingi í skráningu fasteigna til starfa. Um er að ræða spennandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á teymisvinnu, góða þjónustu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirferð á eignaskiptayfirlýsingum og skráningartöflum sem berast með byggingarleyfis-umsóknum og afgreiddar eru á fundum byggingarfulltrúa og/eða fundum skipulagsráðs. Um er að ræða grunnupplýsingar sem starfsmaður skráir í gagnagrunn Fasteignaskrár HMS.

  • Yfirfer eignaskiptayfirlýsingar og staðfestir fyrir hönd byggingarfulltrúa.
  • Yfirferð skráningartafla sem berast með byggingarleyfisumsóknum.
  • Stofnun og skráning nýrra lóða og mannvirkja skv. samþykktum í Fasteignaskrá.
  • Leiðréttingar og breytingar á skráningu á eldri fasteignum í Fasteignaskrá.
  • Eftirfylgni með skráningu byggingarstiga og matsstiga og uppfærslu þeirra í Fasteignaskrá.
  • Upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar til opinberra aðila, fagfólks og almennings sem leitar til byggingarfulltrúa vegna fasteignaskráningar.
  • Gefur umsagnir til Ráðhússins vegna umsókna um rekstrarleyfi og heilbrigðiseftirlits vegna starfsleyfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tæknimenntun á háskólastigi s.s. byggingarfræði, tæknifræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af gerð eignaskiptayfirlýsinga og/eða skráningartafla.
  • Reynsla af vinnu við skráningu mannvirkja og þekking á skráningarforritinu Bygging.
  • Metnaður og vilji til að takast á við mismunandi, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Tölvufærni í notkun á algengum hugbúnaði Word, Excel og Outlook og geta til að tileinka sér notkun nýrra kerfa.
  • Íslenskukunnátta B2-C1 skv. samevrópskum matsramma fyrir tungumálakunnáttu.
Advertisement published13. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Meticulousness
Work environment
Professions
Job Tags