Penninn
Penninn

Vöruhússtjóri - Ásbrú Reykjanesbæ

Penninn ehf. óskar eftir að ráða til starfa vöruhússtjóra í vöruhús félagsins sem staðsett er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Vöruhús sér um birgðahald fyrir félagið s.s. móttöku á vörum, geymslu tínslu og dreifingu á vörupöntunum til verslana og viðskiptavina Pennans ehf.

Um er að ræða 100% starf.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars 2025.

Íslenskukunnátta skilyrði

Áhugasamir sendi inn umsóknir í gegnum Alfreð

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur vöruhúss
  • Skipulag verkefna á lager og verkefnastjórnun
  • Samstarf og skipulagning á dreifingu í samstarfi við dreifingarmiðstöð
  • Almennt starfsmannahald og ráðningar
  • Greiningarvinna og verkferla- og áætlanagerð
  • Umsjón með öryggis- og vinnuvernd á starfssvæði
  • Önnur sérverkefni
  • Almenn lagerstörf eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af lagerstörfum
  • Góð skipulagshæfni og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og drifkraftur
  • Lausnamiðuð hugsun
  • Brennandi áhugi á að bæta þjónustu við viðskiptavini
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð tölvukunnátta
  • Bílpróf
  • Lyftarapróf æskilegt
  • Hreint sakavottorð
Advertisement published9. January 2025
Application deadline19. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Kliftröð 2, 235 Reykjanesbær
Type of work
Professions
Job Tags