Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.
Teymisstjóri
Við leitum að drífandi og skemmtilegum einstaklingi í stjórnendateymi tjónaþjónustunnar. Um er að ræða spennandi starf sem felst í því að stýra nýju og sameinuðu teymi þeirra sem þjónusta viðskiptavini sem lenda í ökutækjatjónum. Viðkomandi mun heyra undir forstöðumann eignatjóna og vera hluti af öflugu stjórnendateymi Varðar. Í tjónaþjónustu Varðar starfar öflugur hópur fólks með breiðan bakgrunn og þekkingu og hefur það megin markmið að þjónusta viðskiptavini sem lenda í tjónum á framúrskarandi hátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og skipulag teymis
- Þjónusta til viðskiptavina
- Tjónamat og ákvörðun bótaskyldu ásamt kostnaðarmati og uppgjöri
- Umsjón, samningagerð og samskipti við verkstæði
- Gerð verkferla og tryggir skilvirkni í vinnslu
- Yfirumsjón með umbótaverkefnum teymisins, drífur þau áfram og ryður hindrunum úr vegi
- Þátttaka í stefnumótandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leiðtogahæfni, jákvæðni og drifkraftur
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og gagnrýnin hugsun
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi
- Reynsla af störfum í þjónustu, stjórnun mannauðs og störfum innan trygginga er æskileg
- Menntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum uppá frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan og góðan starfsanda.
Advertisement published14. January 2025
Application deadline26. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Upplýsingatæknistjóri
Míla hf
Verkstjóri í framleiðslu hjá Þykkvabæjar ehf. / Foreman in p
Sómi
Brennur þú fyrir viðhaldi og rekstri húsnæðis og eigna?
Skrifstofa Alþingis
Sviðsstjóri verndarsviðs
Útlendingastofnun
Teymisstjóri í aðfangaþjónstu Landspítala
Landspítali
Þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Náttúruverndarstofnun
Forstöðumaður þróunar jarðvarma á sviði vinds og jarðvarma
Landsvirkjun
Forstöðumaður verkefnastoðar á sviði framkvæmda
Landsvirkjun
Forstöðumaður eignastýringar á sviði vatnsafls
Landsvirkjun
Leiðtogi fyrirtækjafjáröflunar- & samstarfs
UN Women á Íslandi
Deildarstjóri Viðskiptastýringar Símans
Síminn
Vöruhússtjóri - Ásbrú Reykjanesbæ
Penninn