Útlendingastofnun
Útlendingastofnun
Útlendingastofnun

Sviðsstjóri verndarsviðs

Útlendingastofnun leitar að sviðsstjóra til að leiða verndarsvið stofnunarinnar. Verndarsvið hefur það hlutverk að afgreiða umsóknir um alþjóðlega vernd, útgáfu ferðaskilríkja og vegabréfa fyrir útlendinga, fjölskyldusameiningar flóttafólks og aðstoð við sjálfviljuga heimför. Starfið er umfangsmikið og krefjandi. Helstu verkefni eru dagleg stjórnun sviðsins, ábyrgð á að úrvinnsla mála sé fagleg, skilvirk og fullnægi innlendum og erlendum skuldbindingum sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum, þátttaka í stefnumótun og samskipti við ráðuneyti, stofnanir og aðra samstarfsaðila, þ.m.t. samskipti og viðtöl við fjölmiðla. Í starfinu geta falist ferðalög erlendis.

Sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar þarf að búa yfir mikilli leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Sviðsstjóri skal hafa reynslu af opinberri stjórnsýslu og vera reiðubúinn að taka þátt í og vinna að stöðugum umbótum. Sviðsstjóri verndarsviðs heyrir undir forstjóra Útlendingastofnunar.

Í boði er áhugavert starf á spennandi vinnustað sem er á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá Útlendingastofnun starfar um 120 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Útlendingastofnun leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu. Stofnunin er brautryðjandi í styttingu vinnuvikunnar og hefur boðið öllu starfsfólki upp á 36 stunda vinnuviku frá 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og skipulag verndarsviðs

  • Að starfsemi sviðsins sé í samræmi við löggjöf, stefnur og markmið stofnunar

  • Þátttaka í stefnumótun

  • Að umsóknir og erindi séu afgreidd á faglegan og skilvirkan hátt

  • Miðlun upplýsinga gagnvart samstarfsaðilum og samfélagi

  • Að verkferlar séu til staðar, þeim fylgt og uppfærðir

  • Að unnið sé að stöðugum umbótum innan sviðsins

Menntunar- og hæfniskröfur
  • BA gráða í lögfræði ásamt meistaragráðu í lögfræði eða embættispróf í lögfræði

  • Farsæl stjórnunarreynsla er skilyrði

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er skilyrði

  • Þekking og reynsla af málefnum sviðsins er kostur

  • Brennandi áhugi á stafrænum lausnum

  • Skipulagshæfni og frumkvæði

  • Mjög góð almenn tölvukunnátta

  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

  • Geta og vilji til að koma fram í fjölmiðlum

  • Geta til að vinna undir álagi og leiða umbótastarf

  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að forgangsraða verkefnum

Advertisement published8. January 2025
Application deadline22. January 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Dalvegur 18, 201 Kópavogur
Bæjarhraun 16, 220 Hafnarfjörður
Egilsgata 3, 101 Reykjavík
Bæjarhraun 18, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags