

Raunkostnaður útseldrar þjónustu
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og verktaka sem selja út efni, vinnu og tæki.
Markmið þess er að kenna þátttakendum útreikning á nauðsynlegri álagningu á tilboðs- og tímavinnu.
Fjallað er um notkun forritsins TAXTA IV en með því er auðvelt að sjá m.a. hvort við erum með nægilega álagningu inni í útseldri vinnu, vélum og tækjum, hvort borgi sig að bæta við starfsfólki í stað eftirvinnu, hversu mikla fjárfestingu reksturinn ber, hvað þarf að rukka fyrir háþrýstidæluna, borðsögina, gröfuna, körfubílinn, vinnupallana, ekinn kílómetra o.s.frv. Þátttakendur vinna verkefni sem fógið er í að setja inn inn tölur úr síðasta ársreikningi og skrá starfsmenn ásamt vélum sem þeir vill verðleggja sérstaklega inn í TAXTA. Þegar það hefur verið gert liggur niðurstaðan fyrir þá sést hver raunverulegur kostnaður er.
Á námskeiðinu er kennd notkun á TAXTA ásamt reiknilíkönum í excel sem hvort tveggja er innifalið í námskeiðsgjaldinu. Þátttakendur eiga að mæta með tölvu á námskeiðið.