Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Loftþéttleikamælingar húsa

Um er að ræða bæði bóklegt og verklegt námskeið ætlað þeim sem vilja kynna sér og/eða framkvæma loftþéttleikamælingar á húsum.

Markmiðið er að þátttakendur fræðist um loftþéttleikamælingar og framkvæmd þeirra og geti framkvæmt þær.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Loftleka, ástæður og afleiðingar og hvernig hægt er að þétta hús fyrir þeim.
  • Aðferðafræði loftþéttingamælinga.
  • Tæki og hugbúnað til loftþéttleikamælinga og notkun þeirra.
  • Kröfur um loftþéttleika húsa.

Námskeiðið er að hluta til verklegt og eru framkvæmdar mælingar í tilraunahúsi Iðunnar og BYKO sem stendur á lóð Iðunnar.

Námskeiðið var búið til með styrk úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði.

Starts
26. Sep 2025
Type
On site
Timespan
1 times
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories