Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Grunnur í hreyfihönnun með After Effects

Grunnatriði í gerð hreyfimynda með Adobe After Effects. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.

Námskeiðið er ætlað umbrotsfólki, grafískum hönnuðum, markaðsfólki og öðrum sem vilja öðlast grunnfærni í gerð hreyfimynda til notkunar í stafrænu markaðsefni, á samfélagsmiðlum eða vefmiðlum. Engin fyrri reynsla af After Effects er nauðsynleg, en grunnkunnátta í hönnun og umbroti er æskileg.

Markmiðið er að veita þátttakendum traustan grunn í gerð hreyfimynda með Adobe After Effects og kynna möguleika þess í skapandi miðlun, með áherslu á einfaldar og áhrifaríkar lausnir.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Grunnstillingar og viðmót í Adobe After Effects
  • Einfaldar hreyfingar og umbreytingar (transitions)
  • Notkun texta, grafíkar og hljóðs í hreyfimyndum
  • Innflutning gagna og samspil við önnur forrit, t.d. Figma
  • Hvernig hreyfimyndir nýtast í vefborðum og á samfélagsmiðlum
  • Faglegt verklag við hönnun
Starts
23. Sep 2025
Type
On site
Timespan
2 times
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories