Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Viðverusamtalið

Viðverusamtal er verkfæri sem nýtist við markvissa stjórnun fjarvista og forvarnarstarf á vinnustöðum. Tilgangur viðverusamtals er m.a. að draga úr fjarveru, finna ástæður fyrir fjarveru sem hægt er að hafa áhrif á, breyta menningu á vinnustað er kemur að fjarvistum og tryggja samræmd vinnubrögð.

Markmiðið með viðverusamtali er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarvista. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarvista og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni, vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti og fleiri atriði sem geta haft áhrif á líðan starfsmannsins. 

Á námskeiðinu er m.a. farið í samtalstækni í viðverusamtali. Þátttakendur taka þátt í hagnýtum æfingum auk þess sem farið er í samtalsrammann og gerð áætlunar.

Hefst
27. feb. 2025
Tegund
Fjarnám
Tímalengd
1 skipti
Verð
34.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar