
Reitir fasteignafélag
Reitir er meðal stærstu fasteignafélaga landsins. Félagið er sérhæft í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Innan eignasafnsins eru á annað hundrað fasteignir auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Reitir er skráð í Kauphöll Íslands, félagið byggir á arfleifð umsvifa sem hófst með þróun Kringlunnar árið 1987. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar. Hjá Reitum starfar reynslumikill og samheldinn hópur sérfræðinga í rekstri, útleigu og fjárfestingu í fasteignum. Gildi Reita; jákvæðni, fagmennska og samvinna eru lykilþættir í daglegri starfsemi.

Yfirlögfræðingur
Reitir leitar að öflugum og reynslumiklum einstakling í starf yfirlögfræðings og regluvarðar. Starfið felur í sér yfirgripsmikla ábyrgð á lögfræðilegum málefnum félagsins, stjórnarháttum skráðs hlutafélags og regluvörslu. Starfið heyrir undir forstjóra og felur í sér náið samstarf við stjórn, framkvæmdastjórn og önnur svið félagsins.
Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt hlutverk fyrir einstakling með sterka yfirsýn og fagmennsku að leiðarljósi, sem getur tryggt trausta umgjörð um lagaleg verkefni og stuðlað að áframhaldandi vexti og velgengni félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fer með yfirumsjón lögfræðisviðs og tryggir faglega framkvæmd allrar starfsemi þess
- Hefur umsjón með allri samningagerð og öðrum lögfræðilegum þáttum er varða leigutaka, útleigu, rekstur og kaup fasteigna
- Ber ábyrgð á félagastrúktúr félagsins, skjalagerð í tengslum við skuldabréfaútgáfur og ásamt fjármálastjóra tryggingafyrirkomulagi og veðgæslu vegna fjármögnunar
- Fer með regluvörslu félagsins og tryggir að starfsemi þess sé í samræmi við lög, reglur og tilkynningaskyldu skráðra félaga
- Ber ábyrgð á peningaþvættisvörnum og hefur yfirumsjón með daglegri umsýslu með lögfræðilegum málefnum, þar á meðal persónuvernd (GDPR) og áreiðanleikakönnunum (KYC)
- Starfar sem ritari stjórnar og veitir stjórn og undirnefndum ráðgjöf í tengslum við stjórnarhætti og lagalegar skyldur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði og réttindi til málflutnings
- Að lágmarki 10 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla á sviði regluvörslu
- Umtalsverð reynsla af sambærilegu starfi eða lögfræðistörfum á fjármálamarkaði
- Reynsla og þekking á sviði fasteignakauparéttar, félagaréttar, samningaréttar og/eða persónuverndar er skilyrði
- Reynsla og þekking á sviði skipulags- og þróunarmála kostur
- Góð greiningar- og ályktunarhæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt og undir álagi
- Góð samskiptahæfni og færni í teymisvinnu og ráðgjöf til stjórnenda
- Mjög góð kunnátta íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt30. maí 2025
Umsóknarfrestur13. júní 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks - Mannréttindastofnun Íslands
Hagvangur

Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga
Landssamband veiðifélaga

Lögfræðingur
Kaldvík

Lögfræðingur í persónutjónum
Vörður tryggingar

Internal Market Affairs Officer (Transport)
EFTA Surveillance Authority

Forstöðumaður sölu og þjónustu
Dineout ehf.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Sveitarfélagið Vogar

Legal Officer in the EEA Coordination Division (ECD)
EFTA Secretariat

Skólastjóri - Hamranesskóli
Hafnarfjarðarbær