
Lögfræðingur
Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða kraftmikinn lögfræðing til starfa. Viðkomandi mun starfa á lögfræðisviði stofnunarinnar sem stýrt er af yfirlögfræðingi. Leitað er að sveigjanlegum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu til að vinna sjálfstætt að fjölbreyttum verkefnum sem ná yfir mörg réttarsvið. Um er að ræða 100% starfshlutfall með aðalstarfsstöð í Reykjavík.
Um Landhelgisgæsluna:
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 240 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Lögfræðileg ráðgjöf við rannsóknir og rekstur mála á starfsvettvangi Landhelgisgæslunnar
- Meðferð stjórnsýslumála og stjórnvaldssektarmála
- Samningagerð og lögfræðileg ráðgjöf í útboðsmálum
- Samskipti við samstarfsstofnanir á sviði siglinga- og hafmála
- Umsagnir um lagafrumvörp, reglugerðir og þingsályktunartillögur er varða starfsemina
- Persónuverndarmál
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Embættispróf eða grunn- og meistarapróf í lögfræði
- Góð þekking á stjórnsýslurétti
- Þekking á samningarétti og útboðsmálum er kostur
- Þekking á hafrétti er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
- Sveigjanleiki og áhugi á að tileinka sér nýja færni
- Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Geta og vilji til að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar
- Lausnarmiðuð hugsun, drifkraftur og frumkvæði
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Góð tölvufærni
Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Landhelgisgæslan áskilur sér rétt til að láta umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.












