
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Kjarnahlutverk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara felst í þjónustu við embætti borgarstjóra og borgarritara auk þess sem hún hefur yfirumsjón með miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslunnar.

Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar starf persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Persónuverndarfulltrúi mun starfa náið með stjórnendum og sérfræðingum að persónuverndarmálum og leiða teymi sérfræðinga í persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga innan Reykjavíkurborgar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur eftirlit með því að persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga í starfsemi Reykjavíkurborgar sé í samræmi við lög, reglur og vandaða stjórnsýsluhætti.
- Veitir ráðgjöf varðandi mat á áhrifum á persónuvernd og fylgist með framkvæmd áhættumats.
- Vinnur náið með persónuverndaryfirvöldum og er tengiliður við þau varðandi mál sem tengjast persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi Reykjavíkurborgar.
- Veitir starfsfólki og stjórnendum Reykjavíkurborgar fræðslu og ráðgjöf um persónuvernd.
- Ber ábyrgð á mótun stefnu í persónuverndarmálum og hefur yfirumsjón með verklagsreglum um meðferð og skráningu persónuupplýsinga.
- Aðkoma að mótun fræðsluáætlunar til starfsfólks Reykjavíkurborgar vegna skyldna sem leiða af ákvæðum persónuverndarlaga og tengdum lögum sem varða verkefni sveitarfélagsins.
- Leiðir faglegt teymi persónuverndarsérfræðinga hjá Reykjavíkurborg sem hefur það hlutverk að samræma verklag um meðferð persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg.
- Upplýsir ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila og starfsmenn Reykjavíkurborgar sem annast vinnslu persónuupplýsinga um skyldur sínar samkvæmt lögunum sem og öðrum lagaákvæðum um persónuvernd og veitir þeim ráðgjöf þar að lútandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg.
- Sérþekking á innlendri og evrópskri persónuverndarlöggjöf og lagaframkvæmd á því sviði.
- Mjög góð þekking á opinberri stjórnsýslu, stjórnsýslulögum og öðrum þeim lögum sem varða starfsemi sveitarfélaga, sér í lagi Reykjavíkurborgar.
- Reynsla af starfi við túlkun persónuverndarlöggjafar.
- Frumkvæði og geta til að efla persónuverndarmenningu til að stuðla að ábyrgri og lögmætri meðferð persónuverndarupplýsinga hjá Reykjavíkurborg.
- Greiningarhæfni og þekking til þess að meta meðferð persónuupplýsinga við nýtingu öryggis- og upplýsingatæknimála er kostur.
- Reynsla af verkefnisstjórn og teymisstjórn er kostur.
- Afar góð samskiptafærni og færni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð í störfum.
Auglýsing birt20. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Persónuvernd og upplýsingaöryggi hjá Deloitte
Deloitte

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks
Fjölskyldusvið

Félagsráðgjafi eða sérfræðingur í barna- og fjölskylduvernd
Fjölskyldusvið

Lögfræðingur HMS á Sauðárkróki
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Sérfræðingur í skipulagsgerð og stefnumótun
Skipulagsstofnun