Faxaflóahafnir sf.
Faxaflóahafnir sf.

Viltu vera hluti af góðri liðsheild?

Faxaflóahafnir sf. auglýsa laust til umsóknar starf ritara hafnarstjóra og skjalastjóra.

Starfið er mjög fjölbreytt og felst í aðstoð við stjórnendur og samskipti við stjórn og eigendur f.h. hafnarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu viðgangsefni :

Umsjón og ábyrgð á skjalavörslu Faxaflóahafna sf.

Annast móttöku erinda og gagna sem eiga við hafnarstjóra, stjórnendur og starfsfólk skrifstofu. 

Fara með trúnaðargögn og vinna með viðkvæmar upplýsingar.   

Annast yfirlestur, útprentun, skjalavinnslu og annað fyrir stjórnendur og starfsfólk skrifstofu. 

Stjórna daglegu skipulagi hafnarstjóra og annarra stjórnenda, m.a. tímaplani, fundum og ferðalögum.

Upplýsingagjöf og samskipti við stjórn og eigendur f.h. hafnarstjóra.

Svara erindum fyrir hönd hafnarstjóra og annast bréfaskriftir auk þess að vera til taks í móttöku og gagnvart símaþjónustu.

Annast önnur þau störf, sem viðkomandi kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfsviðs hans.

Um er að ræða fullt starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur :

Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 

Góð tölvu- og íslenskukunnátta er skilyrði.  Góð enskukunnátta er kostur.

Reynsla af skjalastjórnun er kostur.

Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar