Við viljum vera fleiri!
Við í Kölku viljum gjarnan fjölga vinnufélögum okkar um tvo.
Starf á endurvinnsluplani:
Starfið felur í sér móttöku og upplýsingagjöf til viðskiptavina, að annast gjaldtöku og eftirlit með gámasvæðinu. Starfið gæti verið hlutastarf.
Starf í stöð:
Starfið felur í sér móttöku efnis frá fyrirtækjum, undirbúning þess til brennslu eða endurvinnslu. Vinnuvélaréttindi eru mikill kostur. Sömuleiðis kemur almenn tölvufærni sér vel en viðkomandi starfsmaður þarf að geta unnið við vigtun.
Við leitum að fólki sem:
-
Hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri þróun
-
Hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær
Kröfur um menntun og færni:
-
Góð almenn menntun, bílpróf er skilyrði
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
-
Tölvufærni er kostur
Hægt er að sækja um á heimasíðu Kölku, kalka.is
Nánari upplýsingar um störfin veitir Davor í síma 8439213
Í Kölku vinna rúmlega 20 manns í dag en verkefnum fjölgar og Kalka þarf að stækka. Kalka hefur verið fyrirmyndarfyrirtæki í úttekt Creditinfo frá árinu 2020. Áhersla er lögð á gott vinnuumhverfi og að vinnufyrirkomulag sé sem sveigjanlegast. Í Kölku er starfsmannafélag sem af og til bryddar upp á einhverju skemmtilegu fyrir sína félagsmenn.