
Stilling
Stilling hf. var stofnuð 17. oktober 1960 sem sérhæft hemlaverkstæði. Stofnendur ásamt Bjarna Júlíussyni voru Þórður Júlíusson verkfræðingur sem átti upphaflega hugmynd að fyrirtækinu, Magnús Baldvinsson kenndur við í MEBA, Óskar Ólafsson vélstjóri og Benedikt Magnússyni kenndur við BM Vallá. Í dag er fyrirtækið leiðandi í sölu á varahlutum og aukahlutum í bíla. Stilling rekur fimm öflugar verslanir víðsvegar um landið en einnig er fyrirtækið með sérstakan gagnagrunn sem verslanir og bílaumboð geta pantað úr á heimasíðu Stillingar hf.
Stilling er eitt elsta varahlutafyrirtæki á Íslandi í dag.
Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu.
Stilling kappkostar að veita viðskiptavinum sínum um land allt vandaða og góða þjónustu. Fyrirtækið er með verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi og á Akureyri. Þá er hægt að panta vörur úr gagnagrunni okkar af heimasíðunni Partanet.is Gagnagrunnurinn inniheldur vörur frá yfir 400 framleiðendum sem gerir viðskiptavinum kleift að finna réttan varahlut á auðveldan hátt. Pöntun á vöru er einstaklega auðveld, viðskiptavinurinn slær inn skráningarúmer bifreiðarinnar og finnur þá gagnagrunnurinn þann varahlut sem passar fullkomlega.

Við leitum að frábærum liðsauka í útkeyrslu og á lager
Við leitum að öflugum og hressum einstaklingi til starfa með okkur á lager Stillingar á Kletthálsi. Starfið felst í tínslu pantana og útkeyrslu til viðskiptavina.
Vinnutími er mánudaga -fimmtudaga 8-17 og 8-16 á föstudögum
Um framtíðarstarf er að ræða.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lagertínsla
- Útkeyrsla á vörum
- Vörutalningar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð hæfni í samskiptum
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
- Bílpróf og góð aksturshæfni
- Hreint sakavottorð.
- Góð íslenskukunnátta
- Fagleg framkoma
- Lyftararéttindi er kostur en ekki nauðsynlegt.
Auglýsing birt7. júlí 2025
Umsóknarfrestur21. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÚtkeyrslaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Afgreiðslufulltrúi Hertz í Hafnarfirði
Hertz Bílaleiga

Hefurðu áhuga á útivist? Starfsfólk óskast í Ellingsen
S4S - Ellingsen

Duglegur starfskraftur óskast á lager og í afgreiðslu.
S4S - Steinar Waage skóverslun

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Starfsmaður í fiskverslun okkar
Fiskikóngurinn ehf

Afgreiðslustarf - Næturvaktir
Lyfjaval

Lyfjaútibú Blönduós - þjónusta og ráðgjöf
Lyfja

Afgreiðslustarfsmaður - Reykjanesbær
Preppbarinn

Verslunarstarf á Selfossi - 70-80% starf
Penninn Eymundsson

Afgreiðsla í bakaríi
Nýja Kökuhúsið

Leitum að hressum vakstjóra í 100% starf (Icelandic speakers)
Tokyo Sushi Glæsibær

Flugstöð - Fullt starf. Vaktavinna
Penninn Eymundsson