
Lyfjaval
Lyfjaval rekur átta apótek, sex á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og annað á Reykjanesinu. Okkar sérstaða er að vinna með bílalúgur sem veita okkur aukið svigrúm til nærgætni. Hjá okkur starfar öflugur og samhentur hópur sem hefur heilsu og hamingju að leiðarljósi.
Lyfjaval leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi

Afgreiðslustarf - Næturvaktir
Við erum að leita að nátthrafni í afgreiðslu hjá okkur í Lyfjavali, Hæðasmára í Kópavogi. Hjá okkur starfar samhent teymi lyfjafræðinga og afgreiðslustarfsfólks. Vinnutíminn er almennt á nóttinni og vaktir geta verið lengri en átta tímar í senn. Afgreiðslustarfsfólkið okkar fær sérstaka þjálfun í ráðgjöf til viðskiptavina og vinnur alltaf með lyfjafræðingi. Starfið er nokkuð krefjandi en líka vel launað þar sem nánast allur vinnutíminn telst til yfirvinnu.
Eiginleikar sem við kunnum vel að meta eru:
- Rík þjónustulund og jákvætt viðhorf.
- Áhugi á heilsu og vellíðan
- Færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Aðlögunarhæfni til þess að vinna á næturna
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afhending lyfja gegn lyfseðli
- Ráðgjöf um notkun lausasölulyfja
- Ráðgjöf um val öðrum vörum meðfram lyfjunum
- Þjónusta og almenn afgreiðslustörf
- Áfyllingar í verslun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Aðeins 20 ára og eldri koma til greina
- Reynsla af verslunarstörfum er góður kostur
- Heilbrigðismenntun er kostur
- Stúdentspróf er vel metið
- Íslenskukunnátta er æskileg
- Gerð er krafa um hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Afsláttur af lausasölulyfjum og öðrum vörum
Auglýsing birt29. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hæðasmári 4, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Starfsmaður í fiskverslun okkar
Fiskikóngurinn ehf

Lyfjaútibú Blönduós - þjónusta og ráðgjöf
Lyfja

Konur sem kunna að prjóna eða hekla óskast á morgunvaktir
NPA miðstöðin

Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar á geðgjörgæslu 32C
Landspítali

Heimaþjónusta - sveigjanlegt starfshlutfall í boði
Sinnum heimaþjónusta

Stuðningsfulltrúi á starfsbraut
Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Afgreiðslustarfsmaður - Reykjanesbær
Preppbarinn

Starfsmaður óskast til starfa í Miðstöðina - úrræði fyrir fatlað fólk
Hafnarfjarðarbær

Verslunarstarf á Selfossi - 70-80% starf
Penninn Eymundsson

Afgreiðsla í bakaríi
Nýja Kökuhúsið

Leitum að hressum vakstjóra í 100% starf (Icelandic speakers)
Tokyo Sushi Glæsibær