
Hertz Bílaleiga
Hjá Bílaleigu Flugleiða Hertz á Íslandi starfa um 140 manns um allt land. Stærstu starfsstöðvarnar eru í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík, einnig erum við með útleigustöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Skagaströnd. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á ýmiskonar þjónustu tengdri leigu á bílum, allt hvað hentar hverjum og einum hvort sem vantar bíla til lengri eða skemmri tíma eða þá til kaups á bílasölunni okkar í Selhellu í Hafnarfirði.
Hertz Car Rental in Iceland employs around 140 people across the country. The largest offices are in Keflavík, Hafnarfjörður and Reykjavík, and we also have rental offices in Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður and Skagaströnd. We offer our customers a variety of services related to car rental, everything to suit everyone, whether they need cars for a long or short term or to purchase at our car dealership in Selhella in Hafnarfjörður.
Afgreiðslufulltrúi Hertz í Hafnarfirði
Við hjá Hertz Bílaleigu leitum að Afgreiðslufulltrúa til að sjá um afgreiðslu og þjónustu við útleigu og skil á skammtíma og langtíma bílaleigubílum í Selhellu í Hafnarfirði. Vinnutíminn er 8:00 – 17:00 alla virka daga
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með útleigu og móttöku bílaleigubíla
- Skráning leigusamninga
- Samskipti við viðskiptavini í síma og tölvupósti
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjónustulund
- Góðir söluhæfileikar
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Sjálfstæð, öguð og fagleg vinnubrögð
- Góð mannleg samskipti
- Gilt ökuskírteini
- Meirapróf C1/D1 kostur
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþróttastyrkur
- Reglulegir viðburðir í boði fyrirtækisins eða starfsmannafélagsins
- Niðurgreiðsla á völdum námskeiðum
- Afsláttur frá samstarfsaðilum
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur10. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Selhella 5, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Grillari/afgreiðsla í Olís Norðlingaholti
Olís ehf.

Vilt þú bætast í hópinn?
MEBA

N1 Höfn
N1

Umsjón mötuneytis/hlutastarf
Krydd og kavíar ehf.

Hlutastarf í barnavöruverslun
Nine Kids

Akureyri - Sölufulltrúi í húsgagnadeild og almennt starfsfólk óskast
JYSK

Sölufulltrúi á Akureyri
Avis og Budget

Akstur og vinna í vöruhúsi
Dropp

Hefurðu áhuga á útivist? Starfsfólk óskast í Ellingsen
S4S - Ellingsen

Duglegur starfskraftur óskast á lager og í afgreiðslu.
S4S - Steinar Waage skóverslun

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Starfsmaður í fiskverslun okkar
Fiskikóngurinn ehf