Deloitte
Deloitte
Deloitte

Við erum að ráða í áhættu-og gæðadeild Deloitte

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 460.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu þar af eru 360 á Íslandi.

Áhættu- og gæðadeild Deloitte (QRS) leitar að jákvæðum, drífandi, sjálfstæðum og metnaðarfullum liðsfélaga. Starfið felur í sér að taka þátt í þeim fjölbreyttu verkefnum sem eru unnin innan deildarinnar.  Starfið hentar vel þeim sem brenna fyrir gæðamálum, bestun ferla og aukinni skilvirkni og eru nýkomin úr námi.

Um teymið 

Áhættu- og gæðadeild starfar þvert á önnur svið Deloitte og er þeim innan handar með ýmis konar mál og fylgni við lög og reglur. Við vinnum saman sem ein heild og störfum mikið með áhættu- og gæðadeildum annarra Norðurlanda. 

Starfsþróun

Það er mikilvægt að muna að á fyrsta degi kann enginn allt og við trúum því að það sé ávallt rými til að læra og bæta við sig þekkingu. Þú lærir mikið af þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru í teyminu og færð góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðkoma að innleiðingu á verklagsreglum og stöðlum 
  • Miðlæg skráning, eftirlit með reglufylgni og áhættumat  
  • Aðstoð við innleiðingu kerfa og stafræna vegferð 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði eða önnur menntun  
  • Mjög góð samskiptafærni og vilji til samvinnu og að stuðla að góðum starfsanda  
  • Fagmennska, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð mikilvæg 
  • Áhugi á að læra nýja hluti í tengslum við gæða- og reglufylgni 
  • Gagnrýn hugsun og greiningarhæfni mikilvæg 
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli skilyrði 
Fríðindi í starfi
  • Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat. 

  • Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf 

  • Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins á Dalvegi 

  • Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum 

  • Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópur, golfklúbbur, fótbolti í hádeginu, og leikjaherbergi svo eitthvað sé nefnt 

Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur6. júní 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.VerkfræðingurPathCreated with Sketch.Viðskiptafræðingur
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar