
Hreint ehf
Hreint ehf. var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Starfsemi félagsins hefur alla tíð snúist um að veita fyrirtækjum og stofnunum faglega alhliða ræstingaþjónustu.
Með samviskusemi og heiðarleika að leiðarljósi bjóðum við hundruð fyrirtækja og stofnana heildstæða ræstingaþjónustu og ræstum milljónir fermetra atvinnuhúsnæðis.

Sviðsstjóri fjármála og rekstrarsviðs.
Hreint leitar að lykilstjórnanda til að leiða rekstur og fjármál félagsins. Við viljum nákvæma og heiðarlega manneskju sem er frábær í mannlegum samskiptum og hefur reynslu af sambærilegum störfum og/eða menntun sem nýtist vel í starfi. Viðkomandi verður hluti af framkvæmdaráði félagsins.
Við erum stórt og leiðandi þjónustufyrirtæki í fremstu röð í okkar geira og þjónustum hundruð fyrirtækja og stofnana á sjö stöðum á landinu. Hjá okkur starfar fjölbreyttur um 200 manna hópur starfsfólks frá meira en 30 löndum. Við höfum nýlega flutt höfuðstöðvar okkar í nýuppgert og glæsilegt húsnæði sem býður upp á góða og nútímalega starfsaðstöðu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og stjórnun fjármála
- Bein þátttaka í launavinnslu og reikningagerð
- Áætlanagerð, mánaðarleg uppgjör og umsjón bókhalds
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mikil reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum
- Reynsla af rekstri og stjórnun fjármála
- Góð samskiptahæfni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Mjög góð skipulagshæfni, nákvæmni og hæfileiki til þess að vinna undir álagi
Auglýsing birt24. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 11, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar
Kópavogsbær

Director of Business Control
Icelandair

Bókarastarf
Millibil ehf.

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Verkefnastjóri kostnaðargreiningar
Veitur

Persónuvernd og upplýsingaöryggi hjá Deloitte
Deloitte

Sérfræðingur í áætlanagerð fjárfestingaverkefna
Landsvirkjun

Deloitte leitar að ráðgjafa í áhætturáðgjöf
Deloitte

Löggiltur endurskoðandi
Grant Thornton

Verkefnastjóri fjárfestinga / Capital Projects Specialist
Alcoa Fjarðaál

Bókari
Fastus

Fjármálastjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands
ENDURMENNTUN HÍ