Gæðaendurskoðun slf
Gæðaendurskoðun slf

Erum við að leita að bókara eins og þér?

Hefur þú verið að læra bókhald og eða unnið við bókhald í styttri tíma og langar að bæta við þig reynslu og þekkingu á því sviði?
Mundi þig langa til að vinna með góðum hópi fólks í tækniumhverfi sem býður upp á rafvætt bókhald fyrir fjölbreyttan og skemmtilegan hóp viðskiptavina?

Við erum að leita eftir fólki sem hefur áhuga á bókhaldi og áhuga á að vinna við bókhald næstu árin. Fólki sem hefur áhuga á að læra meira í bókhaldi af reynslumiklu fólki og getur unnið sem hluti af góðri heild.

Frekari upplýsingar veitir [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Þegar fram í sækir og bókari hefur sýnt fram á nægilega hæfni og getu, að lokinni þjálfun, þarf að sinna allri almennri bókhaldsvinnu. Þar með talið:

  • VSK uppgjör

  • Mánaðarlegar launavinnslur

  • Reikningagerð

  • Reglulegar afstemmingar á skuldunautum, lánardrottnum, handbæru fé o.fl.
  • Undirbúningur og samantekt fyrir uppgjör (árshlutauppgjör, ársuppgjör o.fl.)

  • Ýmiss önnur tilfallandi verkefni fyrir viðskiptavini, í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á bókhaldsvinnu og aukinni rafvæðingu á þeim vettvangi

  • Jákvæðni og mikil þjónustulund
  • 1-2 ára reynsla af bókhaldsvinnu EÐA hafa lokið einu eða fleiri námskeiðum í færslu bókhalds og brennandi áhuga á að fá spreyta sig frekar á þeim vettvangi
  • Góð almenn tölvukunnátta 

  • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni, hugbúnað o.fl.

  • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð

Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur 

  • Samgöngustyrkur 

  • Sveigjanlegur vinnutími 

Auglýsing birt25. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bíldshöfði 14, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar