Reitir
Reitir
Reitir

Sérfræðingur á fjármálasviði

Reitir fasteignafélag leitar að ábyrgum og nákvæmum sérfræðingi á fjármálasviði til að ganga til liðs við teymi sem annast bókhald félagsins og dótturfélaga þess. Starfið heyrir undir forstöðumann fjármálasviðs og er bæði fjölbreytt og áhugavert. Það felur í sér dagleg bókhaldsverkefni sem og þátttöku í umbótaverkefnum sviðsins.

Við leitum að einstaklingi með haldbæra þekkingu á bókhaldi og drifkraft til að koma auga á tækifæri til einfaldari og skilvirkari vinnubragða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skráning og afstemming fjárhagsupplýsinga

  • Afstemming og frágangur við gerð mánaðar-, ársfjórðungs- og ársuppgjöra

  • Þátttaka í umbótaverkefnum, þróun verklags og stafrænni innleiðingu

  • Almenn bókhaldsverkefni og skrifstofustörf tengd fjármálasviði

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði viðskipta, bókhalds eða sambærilegra greina og/eða reynsla sem nýtist í starfi

  • Þekking og reynsla af Dynamics NAV/Business Central er skilyrði
  • Reynsla af fjárhagsbókhaldi er æskileg

  • Góð færni í Excel og almenn tölvukunnátta

  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptafærni

Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur8. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Microsoft Excel
Starfsgreinar
Starfsmerkingar