Klíníkin Ármúla ehf.
Klíníkin Ármúla ehf.

Bókari - Klíníkin Ármúla

Klíníkin Ármúla leitar að skipulögðum og ábyrgum einstaklingi í starf bókara. Við leitum að aðila með góða þekkingu á bókhaldi og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af öflugu teymi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Traustur fjárhagur er forsenda þess að Klíníkin geti byggt upp sterka innviði, viðhaldið faglegum vinnubrögðum og veitt heilbrigðisþjónustu af hæsta gæðaflokki.

Um starfið:

  • Starfshlutfall: 80–100%
  • Vinnutími: Virkir dagar á dagvinnutíma.
  • Ráðning er hugsuð til lengri tíma

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefðbundin bókhaldsstörf og reikningagerð.
  • Móttaka og skráning reikninga í rafrænu samþykktarkerfi.
  • Afstemming bankareikninga og lykla, þ.á.m viðskiptamanna og lánadrottna.
  • Undirbúningur fyrir árshluta- og ársuppgjör.
  • Þátttaka í umbótaverkefnum á fjármálasviði.
  • Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. viðurkenndur bókari eða háskólapróf í viðskiptafræði eða tengdum greinum.
  • Reynsla af bókhaldi og uppgjörsvinnu.
  • Góð kunnátta í Excel og almenn tölvufærni.
  • Greiningarhæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð samskiptafærni og vilji til að vinna í teymi.
  • Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun við verkefni.
Auglýsing birt19. maí 2025
Umsóknarfrestur3. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Ármúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar