Verkís
Verkís
Verkís

Vertu hluti af stafrænni umbyltingu í hönnun!

Vegna góðrar verkefnastöðu og áframhaldandi þróunar á verklagi leitum við að öflugum einstaklingi í hópinn okkar. Ef þú brennur fyrir tæknibyltingu í mannvirkjagerð, þverfaglegri samvinnu og samræmingu hönnunar þá er þetta starfið fyrir þig.

Við leitum að einstaklingi með reynslu af BIM stjórnun innan verkefna til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í byggingum, samgöngum, innviðum, orku og iðnaði.

Verkís er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í BIM á Íslandi. Síðustu ár höfum við innleitt BIM aðgerðaáætlun, nýtt skýjalausnir við samræmingu og árekstragreiningu, þrívíða leiserskönnun, sýndarveruleikafundi og skýjalausnir við hönnunarrýni – og erum að taka fyrstu skrefin í átt að aukinni sjálfvirkni í hönnun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning og aðlögun BIM aðgerðaáætlunar fyrir verkefni
  • Eftirfylgni með BIM ferli verkefna
  • Leiða samræmingu líkana einstakra fagþátta
  • Þátttaka í áframhaldandi BIM þróun hjá Verkís
  • Hæfni til að tileinka sér nýjan hugbúnað og verklag
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku (þekking á Norðurlandamáli er kostur)
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af BIM, samræmingu hönnunar og þverfaglegri vinnu
  • Reynsla á sviði verkefnastjórnunar
  • Þekking á BIM hugbúnaði frá Autodesk eða Trimble
Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ByggingafræðingurPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar