TVG-Zimsen
TVG-Zimsen

Verkstjóri í þjónustu við netverslanir

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf verkstjóra í þjónustu við netverslanir.

Um er að ræða fjölbreytt framtíðarstarf og er reglubundinn vinnutími alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00.

Æskilegt er að viðkomandi sé reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf er á.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og eftirfylgni með móttöku, afgreiðslu og staðsetningum á vörum
  • Umsjón með talningum
  • Skipulag daglegra verkefna og dreifingar
  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks
  • Almenn vöruhúsastörf
  • Samskipti og upplýsingamiðlun vegna vörusendinga við innri og ytri birgja
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsreynsla í vöruhúsi og við stjórnun er kostur
  • Lyftararéttindi (J) er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Heiðarleiki, stundvísi og metnaður
  • Almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
  • Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
  • Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
  • Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettagarðar 15, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar