Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun

Húsvörður - Hafrannsóknastofnun Hafnarfirði

Hafrannsóknastofnun auglýsir starf húsvarðar laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og hentar vel þeim sem hafa metnað, eru lausnamiðuð og njóta þess að takast á við fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverf

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eignavarsla, umsjón með viðhaldi, lagfæringum húsbúnaðar og tækja.

  • Umsjón með öryggiskerfum, viðhaldi þeirra og aðgengi að húsnæði stofnunarinnar.

  • Gerð viðhalds- og viðgerðaráætlana fyrir eignir.

  • Innkaup á fjárfestinga- og rekstrarvöru.

  • Umsjón með flutningum, skráningu á eignum og birgðahaldi stofnunarinnar.

  • Umsjón með samskiptum við þjónustuaðila og birgja.

  • Umsjón með umhirðu á lóð, sorphirðu, snjómokstri, hálkuvörnum og er tengiliður við verktaka.

  • Umsjón með aðgangskerfum og útgáfu aðgangskorta.

  • Umsjón og eftirlit með bílaflota stofnunarinnar.

  • Að fylgja eftir öðrum stefnum og áherslum stofnunnarinnar til að mynda hvað varðar sjálfbærni.

  • Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin af yfirmanni og teljast til verkefna stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafa er gerð um 3-5 ára starfsreynslu sem húsvörður eða sambærilegu starfi sem lýtur að þeim verkefnum sem að ofan greinir.

  • Geta til að gera viðhaldsáætlanir og annast stjórnun verkefna sem að ofan greinir.

  • Rík öryggis- og kostnaðarvitund.

  • Krafa er gerð um að umsækjandi sé með bílpróf.

  • Lyftarapróf er æskilegt.

  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.

  • Góð almenn tölvukunnátta.

  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.

  • Sjálfstæð vinnubrögð og jákvætt viðhorf.

  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Auglýsing birt11. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar