![Dekkjahöllin ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-bfa7fb93-66d1-4f6e-a42a-0f64ee662b06.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Dekkjahöllin ehf
Dekkjahöllin hefur verið í rekstri í um 40 ár. Dekkjahöllin er með starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Garðabæ og á tveimur stöðum Reykjavík. Fyrirtækið rekur hjólbarðaþjónustu á öllum starfstöðvum, smurstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum og þvottastöð á Akureyri. Fyrirtækið er jafnframt innflutningsaðili sem starfar bæði á fyrirtækja og einstaklingsmarkaði. Dekkjahöllin er í eigu Vekra sem á m.a. Öskju, Lotus Car Rental, Una (Xpeng), Landfara og Hentar.
Í Dekkjahöllinni hefur ávallt verið lögð rík áhersla á fljóta og góða þjónustu. Jafnframt er áhersla á að selja úrval af vönduðum og góðum dekkjum fyrir kröfuharða ökumenn.
Mannauður fyrirtækisins er verðmætur og fjölmargir starfsmenn hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi. Uppsöfnuð reynsla starfsmanna er gríðarleg. Til gamans má nefna að samanlagður starfsaldur þeirra 27 fastráðnu starfsmanna í lok árs 2020 voru tæp 275 ár eða 10 ár að meðaltali.
Framúrskarandi og til fyrirmyndar: Dekkjahöllin hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi mælinga eða frá 2010. Jafnframt hefur það fengið útnefningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Viðskiptablaðinu og Keldunni síðan 2017.
Starfsmannafélag fyrirtækisins er starfrækt á öllum stöðum og skipuleggur gaman saman og skemmtilegar fyrirtækjaferðir.
![Dekkjahöllin ehf](https://alfredprod.imgix.net/cover/663ae244-dfd4-4628-8178-34088e4e0891.png?w=1200&q=75&auto=format)
Starf á hjólbarðaverkstæði og smurstöð á Egilsstöðum
Dekkjahöllin óskar eftir að ráða starfsmann í fjölbreytt starf á þjónustustöð á Egilsstöðum. Fyrirtækið leggur áherslu á metnað og góða þjónustu, helstu þættir starfseminnar eru hjólbarðaþjónusta og sala og smurþjónusta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina, úthlutun og úrlausn þjónustuverkefna
- Afgreiðsla og skipulag með stjórnendum
- Þjónusta og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum í bílagreinum eða sambærilegum störfum er kostur
- Almenn tölvuþekking kostur
- Rík þjónustulund, samskipta- og leiðtogahæfni
- Íslenskukunnátta nauðsynleg
- Öguð og vönduð vinnubrögð
- Geta til að vinna sjálfstætt
Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur25. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Þverklettar 1, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaHjólbarðaþjónustaMetnaðurSmurþjónustaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
![Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-adbdaf36-b156-4750-9c55-8f81649c859d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Bifvélavirki fyrir Peugeot, Citroën, Opel og Mazda
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg
![Hafrannsóknastofnun](https://alfredprod.imgix.net/logo/0324ac83-ac84-4ac3-b141-cc1ccc934b62.png?w=256&q=75&auto=format)
Húsvörður - Hafrannsóknastofnun Hafnarfirði
Hafrannsóknastofnun
![Airport Associates](https://alfredprod.imgix.net/logo/314ce8ed-2574-4cee-994f-bf5b844dcce5.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsmaður á verkstæði
Airport Associates
![Bílageirinn](https://alfredprod.imgix.net/logo/459c16b4-91d8-4be1-80a5-0a10cc557596.png?w=256&q=75&auto=format)
Bílageirinn ehf Bílamálari, rif og samsetningar
Bílageirinn
![E. Sigurðsson](https://alfredprod.imgix.net/logo/df332a20-38e2-49b6-9ad7-691e42b10366.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson
![Nordic Car Rental](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-30fdbdc3-ec97-4bee-a37b-e808821e5f09.png?w=256&q=75&auto=format)
Bifvélavirki/Mechanic
Nordic Car Rental
![Trackwell hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-057a2359-05ce-4a66-b9d0-25b673fbde1b.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Okkur vantar liðsauka
Trackwell hf.
![Bílatorgið](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-44f69d35-31ff-46b9-854c-3cc326bcee2d.png?w=256&q=75&auto=format)
Bílaviðgerðir.
Bílatorgið
![Hótel Dyrhólaey](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-0230fef8-64f7-432e-a3fa-30243372860d.png?w=256&q=75&auto=format)
Housekeeping manager / Senior Housekeeper
Hótel Dyrhólaey
![Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-5ec1219f-f69d-4732-a4e0-2264f657fde2.png?w=256&q=75&auto=format)
Óska eftir Bifvélavirkja til starfa
Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf
![BM Vallá](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-7a7fc6db-5b75-4367-8437-0d9f472fa1e1.png?w=256&q=75&auto=format)
Reynslubolti á verkstæði - Expert in machine repairs
BM Vallá
![Límtré Vírnet ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/df7abb77-8ed2-4529-a610-d74cc47a4ed6.png?w=256&q=75&auto=format)
Óskum eftir starfsfólki í járnsmiðju í Borgarnesi
Límtré Vírnet ehf