Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu.
Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum.
Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.
Verkstjóri í stálsmiðju – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri óskar eftir metnaðarfullum og reyndum verkstjóra í stálsmiðju félagsins á Akureyri. Verkstjóri er lykilhlutverki í að skipuleggja og stýra verkum í stálsmiðju og gegnir veigamiklu hlutverki við að tryggja að verkefni séu unnin af fagmennsku og í samræmi við gæðakröfur og þarfir viðskiptavina okkar.
Sem verkstjóri berð þú ábyrgð á að stýra verkefnum á hagkvæman hátt, halda utan um starfsmannamál og gæta þess að hámarks öryggis sé ávallt gætt á vinnusvæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og skipulagning verka í stálsmiðju
- Umsjón með starfsmannamálum og tímaskráningu deildarinnar
- Viðhald og eftirlit með húsnæði, tækjum og áhöldum deildarinnar
- Gerð mannaflaáætlana og þátttaka í áætlanagerð
- Eftirlit með öryggis- og gæðamálum á vinnusvæði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarabréf í stálsmíði eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla á sviði stálsmíði eða málmiðnaðar
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og fagmennska í störfum
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og snyrtileg vinnubrögð
Fríðindi í starfi
· Góðan aðbúnað hjá metnaðarfullu fyrirtæki í stöðugri sókn
· Samkeppnishæf laun
· Kraftmikinn og góðan hóp samstarfsfólks
Starfsþjálfun og símenntun
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
GrunnfærniNauðsyn
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
BlikksmíðiFrumkvæðiJákvæðniLogsuðaMannleg samskiptiRennismíðiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSmíðarStálsmíðiStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Aðstoðarmaður yfir Tryggingatjónum
MT Ísland
Smiðir í ryðfríu stáli – spennandi tækifæri
Slippurinn Akureyri ehf
Stálsmiður og vélvirki
Bergstál ehf
Blikksmiður og eða smiður
Blikksmiðja Ágústs Guðjónss ehf
Uppsettningar á handriðum / Instalation of handrails
Stál og Suða ehf
Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Svignaskarði
Orlofsbúðir Svignaskarði
Stálsmiður
Icelandair
Aðstoðarverkstjóri í Borgarnesi
Límtré Vírnet ehf
Bifvélavirki
BL ehf.
Óskum eftir pípulagningamanni
HP pípulagnir ehf.
Lífland óskar eftir vélvirkja á Akureyri
Lífland ehf.
Lífland óskar eftir vélvirkja
Lífland ehf.