
HD Iðn- og tækniþjónusta
HD ehf. er eitt öflugasta iðn- og tækni-þjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. HD er framsækið og vel rekið fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum viðhaldi á vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu.
Hjá HD starfa um 200 manns á 6 starfs-stöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, Straumsvík, Grundartanga og Eskifirði. Fyrirtækið er vel búið tækjum og aðstöðu sem tryggir hámarks fagmennsku og skilvirkni. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum faglega og skilvirka þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í þeirra rekstri.
Við leggjum ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsmenn fá tækifæri til að þróast í starfi og vaxa með fyrirtækinu. Við styðjum framtíðar fagmenn með nemastyrkjum og erum opin fyrir hæfu, áhugasömu og metnaðarfullu fólki sem axlar ábyrgð, sýnir frumkvæði og vill taka virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Við veitum starfsmönnum okkar tækifæri til að þróast í krefjandi og spennandi umhverfi.
Við leitum að einstaklingum sem búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vinna vel í teymi og hafa metnað til að skila framúrskarandi starfi. Starfsmenn HD njóta meðal annars líkamsræktarstyrks og heits hádegismatar.
Gildin okkar – öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska – eru okkur að leiðarljósi í öllum daglegum störfum.

Verkstjóri Eskifirði
Við leitum að framúrskarandi starfsmanni með fagmenntun eða starfsreynslu á sviði vélvirkjunar á starfsstöð fyrirtækisins á Eskifirði.
Lögð er áhersla á að ráða hæfan og áhugasaman starfsmann sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi.
Helstu verkefni HD:
- Heildarlausnir fyrir iðnað
- Vélaviðgerðir og vélsmíði
- Vöruhönnun, -þróun og tæknileg aðstoð
- Stálsmíði úr svörtu / ryðfríu stáli og áli
- Rennismíði í sérsmíði og fjöldaframleiðslu
Menntunar og hæfniskröfur í starf verkstjóra:
- Vélvirkjun, stálsmíði, rennismíði, vélfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynslumiklir einstaklingar á sviði stálsmíði og vélaviðgerða koma til greina
- Reynsla af verkstjórn æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum og færni til að vinna vel í teymi
- Öguð vinnubrögð og gott skipulag
- Metnaður til að skila góðu starfi
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Samkeppnishæf laun í boði.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir: Dagfinnur Smári Ómarsson [email protected]
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vélvirki eða góð reynsla
- Reynsla af verkstjórn
Fríðindi í starfi
Íbúð í boði
Auglýsing birt2. júní 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Eskifjörður , 735 Eskifjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurRennismíðiSkipulagSmíðarStálsmíðiStálsmíðiVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Fastus

Bifvélarvirki óskast
Bíleyri ehf.

Þakpappalagnir
Þakverk apj ehf

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth

Verkamenn | Workers
Glerverk

Sölumaður í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar

Selfoss: Meiraprófsbílstjóri óskast / C driver
Íslenska gámafélagið

Uppsetninga - og þjónustusérfræðingur hurða
Héðinshurðir ehf

Bifvélavirki
Bílaverkstæðið Fram ehf

Borgarnes: Meiraprófsbílstjóri óskast ( C driver )
Íslenska gámafélagið

Tæknimaður framleiðslukerfa BIOEFFECT
BIOEFFECT ehf.