Tempra ehf
Tempra ehf

Verksmiðjustarf hjá traustu fyrirtæki

Tempra er að leita að liðsauka við framleiðslu á einangrun.

Hjá Tempru framleiðum við einangrun fyrir hús og erum stærsti framleiðandi frauðplastkassa fyrir ferskan fisk og einangrun í hús á Íslandi. Hjá Tempru starfa um 30 manns.

Um er að ræða starf í kringum skurðarvél fyrirtækisins. Stór hluti starfsins er vinna á lyftara, CE vottunarferli, gæðaeftirlit og pökkun.

Hjá fyrirtækinu vinnur fjölbreyttur hópur fólks hér ríkir góður vinnuandi.

Starfið felur í sér:

  • Vinna við framleiðsluvélar fyrirtækisins
  • Vélin er tölvustýrð og kunnátta á teikniforrit kostur
  • Gæðaeftirlit
  • Pökkun og keyrsla á lager

Bílpróf er skilyrði, lyftararéttindi mikill kostur.

Auglýsing birt25. september 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Íshella 8, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar