Framleiðslustarf - Víking Brugghús
Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Víking Brugghús á Akureyri er mikilvægur hluti af fyrirtækinu þar sem við bruggum og framleiðum okkar gæðabjór. Við leitum að starfsmanni í framleiðslu Víking Brugghús. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti, öryggi og vellíðan starfsfólks.
Helstu verkefni
• Stjórnun framleiðsluvéla í áfyllingu í samræmi við framleiðsluáætlanir
• Eftirlit með gæðum framleiðslunnar
• Undirbúningur framleiðslu, frágangur og þrif
• Bilanagreiningar / bilanaleit í samvinnu við tæknideild
• Þátttaka í reglubundnu viðhaldi á vélum og tækjum
Hæfniskröfur
• Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu af verksmiðjuvélum eða framleiðslustarfi
• Sjálfstæð vinnubrögð og greinandi hugsun
• Almenn tölvukunnátta
• Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Stundvísi, áreiðanleiki og heiðarleiki
Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir frá fólki af öllum kynjum og af ólíkum bakgrunni. Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. Öll sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.
Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2025.
Frekari upplýsingar veitir Eggert Sigmundsson esigmundsson@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef CCEP og ráðningarvef Alfreðs.