

Verkefnisstjóri markaðs- og kynningarmála
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra markaðs- og kynningarmála við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið heyrir undir rekstrarstjóra Félagsvísindasviðs og viðkomandi mun starfa náið með markaðs- og kynningarstjóra sviðsins og í teymisvinnu með deildum og rannsóknaþjónustu við kynningu og markaðssetningu á námi, rannsóknum og vísindum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kynning og markaðssetning á námi, rannsóknum og viðburðum á sviðinu
- Skipulag og umsjón viðburða
- Umsjón með samfélagsmiðlum og þróun þeirra
- Umsjón með innri vef
- Gerð auglýsinga og kynningarefnis, þ.m.t. textasmíð
- Þátttaka í stefnumótun og samhæfingu markaðsaðgerða
- Innri markaðssetning og upplýsingamiðlun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði markaðsfræði, samskipta eða hönnunar
- Þekking og/eða reynsla af markaðs- og kynningarmálum
- Reynsla af skipulagningu og utanumhaldi viðburða er æskileg
- Þekking á stafrænum miðlum og miðlun efnis
- Hæfni í efnisgerð og framsetningu á kynningarefni fyrir ólíka miðla
- Þekking á grafískri hönnun, margmiðlun og/eða myndvinnslu er æskileg
- Góð tölvufærni og tækniþekking
- Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg, bæði í töluðu og rituðu máli
- Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni, ásamt frumkvæði og sveigjanleika í starfi
Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Markaðssérfræðingur/ Marketing Specialist
Hefring Marine

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Datera ehf.

brafa leitar að sölu- og markaðsfulltrúa
brafa

Markaðsstjóri
Golfskálinn

Sölufulltrúi
Norðanfiskur

Fjáröflunar- og kynningarfulltrúi.
Blindrafélagið

Markaðssérfræðingur
Kilroy

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Borgarsögusafns
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Óskum eftir starfsmanni í 50% stöðu.
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra