Blindrafélagið
Blindrafélagið

Fjáröflunar- og kynningarfulltrúi.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, leitar að framtíðarstarfsmanni í starf fjáröflunar- og kynningarfulltrúa í fullt starf.

Meginhlutverk fjáröflunar- og kynningafulltrúa Blindrafélagsins er að hafa umsjón með fjáröflunum, kynningarverkefnum og samfélagsmiðlum félagsins. Starfið er hluti af kjarnateymi á skrifstofu félagsins og er unnið að mestu á skrifstofunni í Hamrahlíð 17. Hluti af starfinu er einnig að aðstoða á skrifstofu við önnur almenn skrifstofustörf eins og við afgreiðslu í verslun og símasvörun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með Bakhjarlakerfi og styrktarverkefnum Blindrafélagsins.
  • Verkefni tengd útgáfu Víðsjá, tímariti Blindrafélagsins, eins og söfnun auglýsinga, prentun, umbrot, pökkun og dreifingu.
  • Verkefni tengd vor- og hausthappdrætti félagsins, eins og öflun vinninga, auglýsinga, prentun og dreifingu.
  • Fyrirtækjasafnanir og umsjón samvinnuverkefna.
  • Verkefni tengt leiðsöguhundadagatali Blindrafélagsins, eins og umsjón með hönnun, tilboð í prentun, pökkun og dreifingu.
  • Umsjón með samfélagsmiðlum félagsins eins og Facebook, Instagram, vefsíðu félagsins og öðrum miðlum félagsins á netinu.
  • Umsjón með kynningum á félaginu, eins og viðburðum, verkefnum eins og vinir leiðsöguhunda, og annarri starfsemi félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Góð reynsla af notkun á Microsoft Teams, Outlook, Excel og öðrum Office-hugbúnaði.
  • Þekking og reynsla af bókhaldskerfi eins og DK eða sambærilegu kerfi er æskileg.
  • Góð reynsla og þekking á umsjón samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.
  • Þekking og reynsla af Mailchimp er kostur.
Auglýsing birt2. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar