Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri mannvirkjasviðs

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laus til umsóknar starf verkefnastjóra mannvirkjasviðs. Leitað er að öflugum aðila sem verður hluti af kröftugu teymi starfsmanna sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða starf við eftirlit með framkvæmdum, yfirferð hönnunargagna, úrvinnslu umsókna um byggingarleyfi og byggingarheimildir, þátttöku í undirbúningi og verkefnastjórnun verklegra framkvæmda, mótun viðhaldsáætlana mannvirkja sveitarfélagsins, skráningu fasteigna og landeigna, samskipti við hönnuði, byggingaraðila, verktaka og íbúa. Ýmis önnur tilfallandi verkefni á sviðinu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. arkitektúr, byggingatækni- eða verkfræði, verkefnastjórnun eða sambærilegt
  • Iðnmenntun í húsasmíði er kostur
  • Reynsla af byggingamálum og verkefnastjórnun
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Sjálfstæði, skipulagsfærni, samviskusemi og nákvæmni
  • Þekking á teikniforritinu Autocad er æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og lausnamiðuð hugsun
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi málaflokksins er kostur
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
Auglýsing stofnuð3. júlí 2024
Umsóknarfrestur5. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar