

Verkefnastjóri í stafrænni markaðssetningu
Háskólinn í Reykjavík óskar eftir starfrænum markaðssnillingi í samheldið teymi á Samskiptasviði. Um er að ræða stöðu verkefnastjóra og mun viðkomandi m.a. sinna efnisgerð (e. content creation) fyrir samfélagsmiðla og vef HR, uppsetningu herferða, gerð markaðsefnis í samstarfi við viðeigandi aðila og akademískar deildir, vinna með kynningarráði nemenda, taka þátt í framhaldsskólakynningum, koma að viðburðastjórnun og almennu markaðs- og kynningarstarfi HR.
Helstu verkefni
- Umsjón með birtingum og herferðum á samfélagsmiðlum
- Þátttaka í að móta markaðsherferðir
- Markaðssetning á viðburðum í nafni HR
- Textaskrif í tengslum við markaðsefni, fréttir og viðburðahald
- Umsjón með efnissköpun frá upphafi til enda og gerð markaðsefnis
- Samskipti við innri (stoðsvið og akademískar deildir) og ytri hagaðila
- Utanumhald framhaldsskólakynninga
- Umsjón með viðburðum og kynningum í nafni HR
- Framsetning markaðsefnis á vef og eftir atvikum uppfærsla á efni
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stafrænni markaðssetningu og notkun Meta Ads Manager
- Þekking á Google Ads er kostur
- Reynsla af efnissköpun fyrir Instagram Reels og TikTok
- Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að vinna vel í hópi
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Umsóknir berist rafrænt í gegnum umsóknarvef Háskólans í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2025.
Allar nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Háskólans í Reykjavík, [email protected], og Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs, [email protected].













