Iðnó
Iðnó

Viðburðarstjóri

Við leitum að viðburðastjóra (50–100%) hjá IÐNÓ

Við hjá IÐNÓ leitum að skapandi og skipulögðum viðburðastjóra til að hjálpa okkur að skipuleggja og framkvæma eftirminnilega viðburði.

Við viljum fá til liðs við okkur einstakling sem getur sinnt fjölbreyttum viðburðum með nákvæmni og metnaði til að skapa einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með allri tölvupóstsamskiptum við viðskiptavini.
  • Greina þarfir og væntingar viðskiptavina fyrir hvern viðburð.
  • Móta og útfæra hugmyndir, þemu og viðburðakonsept.
  • Undirbúa fjárhagsáætlanir og annast reikningagerð.
  • Skipuleggja birgja, veitingaaðila, starfsfólk og afþreyingu.
  • Samhæfa alla verklega og skipulagslega þætti viðburða.
  • Sjá um uppsetningu, niðurrif og frágang eftir viðburði.
  • Gera samantekt og greiningu á árangri hvers viðburðar.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í veitinga-, samskipta-, stjórnunar- eða skyldum greinum er kostur en ekki skilyrði.
  • Reynsla af skipulagningu viðburða er nauðsynleg.
  • Framúrskarandi skipulagshæfni og geta til að sinna mörgum verkefnum samtímis.
  • Góð samskipta- og mannleg færni.
  • Skapandi hugsun og frumleiki.
  • Leiðtogahæfni og færni í að úthluta verkefnum.
  • Nákvæmni og athygli á smáatriðum.
  • Góð tímanýting og skipulagshæfni.
  • Fjárhagsleg innsýn og geta til að vinna innan áætlunar og með reikninga.
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Auglýsing birt17. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vonarstræti 3, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar