Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Umsjónarmaður samfélagsmiðla hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og metnaðarfullum starfsmanni í stöðu umsjónarmanns samfélagsmiðla í Upplýsinga og áætlanadeild sem heyrir undir stjórnsýslu- og þjónustusvið embættisins.

Upplýsinga- og áætlanadeild er ein af stoðdeildum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sér um kynningarmál, móttöku, vinnslu, greiningu gagna og annarra tengdra verkefna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir öll alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 500 á fjórum megin starfsstöðvum.

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sinna fjölbreyttum verkefnum tengdum samfélagsmiðlum embættisins, með séráherslu á Samfélagslöggæslu. Undir þetta heyrir að búa til efni fyrir miðla með starfsmönnum embættisins, reka miðlana með tilliti til öryggismála og að leita nýrra miðla til að koma efni til notenda og efla samskipti við almenning. Þessu fylgir einnig að gefa út fréttatilkynningar, ljósmyndir, myndbönd og annað efni fyrir hönd embættisins.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf og/eða góð reynsla sem nýtist í starfi

  • Þekking og reynsla af sambærilegu starfi

  • Mikil þekking á samfélagsmiðlum og rekstri þeirra

  • Mikil reynsla af textaskrifum

  • Þekking á helstu rafrænu samskiptaleiðum ungmenna og hagnýting þeirra

  • Drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum, sveigjanleiki og gott álagsþol

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund

  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum

  • Aðlögunarhæfni og jákvætt og lausnamiðað viðhorf

  • Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að miða upplýsingum í rituðu og töluðu máli

  • Mjög góð almenn tölvufærni og tæknikunnátta

Þess er vænst að umsækjandi hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika og færni.

Auglýsing birt13. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hverfisgata 113-115 115R, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar